Aldeilis frábært

 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að frábærlega hafi tekist með að framkvæma stóru millifærsluna. Af því tilefni er rétt að rifja aðeins upp um hvað málið snýst.
Í fyrsta lagi verða 80 milljarðar króna færðir úr ríkissjóði inn á útlánsreikninga fjármálastofnana. Þetta verður gert þannig að bankarnir fá greidd öll vanskil, dráttarvexti, greiðslujöfnunarreikninga og annan kostnað. Þegar það hefur verið greitt upp fer það sem eftir er (ef nokkuð) til greiðslu á höfuðstól útlánanna. Bankar og fjármálastofnanir fá því allt sitt greitt upp í topp, líka það sem áður hafði verið samið um að yrði afskrifað líkt og greiðslujöfnunin.
Í öðru lagi verður þeim sem geta lagt peninga til hliðar af launum sínum veittur sérstakur skattaafsláttur gegn því að sparnaðurinn fari inn á húsnæðisskuldir þeirra. Þetta er talið muna kosta ríkissjóð um 70 milljarða króna. Þarna á það sama við og áður, þ.e. fyrst eru öll vanskil, dráttarvextir, greiðslujöfnun og annar kostnaður greiddur upp áður en kemur að höfuðstól lánanna.
Fjármálastofnanir eru því tryggðar í bak og fyrir og fá allt sitt greitt upp í topp á kostnað skattgreiðenda.
Myndin hér að ofan sýnir hvernig séreignasparnaði er ráðstafað inn á húsnæðisskuld, þ.e. núll á höfðustól á meðan annað er hreinsað upp.
Alveg hreint frábært, segir fjármálaráðherrann.