Ég átti skemmtilegt spjall við gamlan sjómann á dögunum. Sá hafði verið ríflega hálfa öld á sjó á bátum af Suðurnesjum. Hann sagðist alltaf hafa verið heppinn með útgerð en það var ekki sjálfsagt á þeim tíma frekar en síðar. Aðspurður hvað hann ætti við nefndi hann að vera hjá útgerð sem borgaði launin á réttum tíma, héldi við skipi og búnaði og léti sig varða um áhöfnina. Sjálfur hef ég heilt yfir verið heppinn með útgerð að þessu leytinu til og reyndar að öðru leyti einnig þó stundum hafi verið tekist á umfram meðalhóf. Ég hef reyndar ekki verið hjá svo mörgum útgerðum frá því ég fór fyrst á sjó árið 1975 og verið lengi hjá sumum.
Það voru ekki allir jafn heppnir og við tveir, Suðurnesjamaðurinn og Norðlendingurinn.