Samsláttur hjá Frosta og framsókn

Frosti Sigurjónsson þingmaður framsóknarflokksins vill að bankar og fjármálafyrirtæki greiði sérstakt ábyrgðargjald í ríkissjóð. Á móti muni ríkissjóður, þ.e. við skattgreiðendur ábyrgjast innstæður í bönkunum fari þeir á aftur á hausinn.
Þetta þýðir á mannamáli, gangi hugmyndir Frosta og framsóknarmanna eftir, að ríkið gefur út ábyrgðarvottorð  sem bankakerfið getur nýtt sér til fjámögnunnar á innlendum sem erlendum markaði og njóti þar nánast sömu kjara og ríkissjóður enda á hans ábyrgð. Þannig verði tap bankakerfisins ávalt og ætíð á ábyrgð skattgreiðenda! Tapið verði alltaf þjóðnýtt á meðan hagnaðurinn gengur óskiptur til eigendanna!!
Það hefur einhversstaðar slegið saman hjá Frosta og framsókn.