Forsætisráðherrann skaðlegur íslenskum hagsmunum

Forsætisráðherra Íslands segist nú hafa fullan skilning á því að Seðlabankinn hafi lánað Kaupþingi nærri 80 milljarða króna haustið 2008, rétt áður en bankinn féll. Um helmingur upphæðarinnar tapaðist. Hann heldur því jafnframt fram að það hafi verið hinn eðlilegasti hlutur að setja almannafé í einkabanka enda hafi fleiri þjóðir gert það. Seðlabankinn var útblásinn af innistæðulausum bréfum ofvaxins bankakerfis þegar hann féll. Við borgum og forsætisráðherranum finnst það í góðu lagi.
Ráðherrann er í rauninni að réttlæta þjóðnýtingu einkaskulda. Hann er að réttlæta að almannafé sé nýtt til að halda einkafyrirtækjum á floti og skuldir þeirra verði skuldir almennings. Með þessum sveru yfirlýsingum sínum er ráðherrann er að verja hagsmuni eigenda bankanna en þó ekki síst kröfuhafa í þrotabú bankanna. Til að bæta svo gráu ofan á svart hyggst hann svo leggja til að erlendir aðilar verði fengnir til að rannsaka hvort eignir erlendra kröfuhafa hafi verið vanmetnar þegar nýju bankarnir voru stofnaðir og kröfur þeirra þar með hugsanlega verðmætari en þær eru í dag. Um það snýst málið.
Framganga forsætisráðherra er farin að skaða verulega íslenska hagsmuni, almennings, ríkissjóðs og atvinnulífsins í landinu. Það verður að stöðva þennan mann áður en meira tjón hlýst af honum.
Það er aðeins einn maður getur gert það.