Ágætur eins og hann er

 Dr. Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður sjálfstæðisflokksins, er einn af skemmtilega fólkinu sem ég hef kynnst. Hann tekur sjálfan sig ekki mjög hátíðlega og er fyrirtaks húmoristi. Alltaf hreinn og beinn í samskiptum og lætur sig litlu varða um hvað öðrum finnst um hann. Hann virðist eiga auðvelt með að umgangast fólk með aðrar skoðanir en hann sjálfur hefur og það er auðvelt að umgangast hann eins og ég þekki. Hann er eins og flestir umdeildir menn sterkur karakter og all fyrirferðarmikill. Ég er eiginlega aldrei sammála honum um nokkurn hlut og þekki reyndar fáa, ef nokkurn, sem er jafn auðvelt að vera ósammála. Hann er samt ágætur eins og hann er og mér líkar vel við hann.
Hef rökstuddan grun um að það sé ekki gagnkvæmt.
En mér er skítsama um það.