Hvorugur formanna hægriflokkanna hefur tjáð sig um niðurstöðu rannsóknar umboðsmanns Alþingis á Lekamálinu. Samanlagt eru þeir með 9 aðstoðarmenn sem hafa án nokkurs vafa lesið skýrslu umboðsmanns rækilega auk þess sem þingmenn flokka þeirra sátu nefndarfundi með umboðsmanni um málið strax og það var gert opinbert. Þeim fundum var sjónvarpað til allra landsmanna auk þess sem nokkrir fjölmiðlar hafa gert málinu góð skil. Það er því meira en lítið ólíklegt að formennirnir hafi ekki haft færi á því að kynna sér málið og tjá sig um það.
En stundum er líka best að þegja þó þögnin sé ærandi.
Vonandi lærir þjóðin þó eitthvað af þessu.