Bjarni Benediktsson fjármálaráherra segir að nauðsynlegt hafi verið að bregðast við kjaradeilu lækna. Það er hárrétt hjá honum. En stjórnvöld brugðust hins vegar ekki við, heldur létu deiluna standa mánuðum saman með tilheyrandi kostnaði og alvarlegum afleiðingum fyrir almenning í landinu. Það heitir ekki að bregðast við. Það er slóðaháttur.
Beinn fjárhagslegur kostnaður Landspítalans vegna aðgerðaleysis stjórnvalda í læknadeilunni nemur a.m.k. 420 milljónum króna og er þá allt annað ótalið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segist ekki viss um að sá kostnaður verði bættur sem þýðir að almenningur og þá allra helst sjúklingar verða látnir bera hann að fullu.
Mesta tjónið af viðbragðsleysi stjórnvalda verður þó seint eða aldrei metið í peningum. Það felst í stórlöskuðu heilbrigðiskerfi og atgervisflótta vel menntaðs starfsfólks í heilbrigðisgeiranum. Afleiðingin af því mun vara í mörg ár ef ekki áratugi.
Mynd/Pressphotos.biz