Árið 2014 var þriðja árið frá upphafi skráninga á sjóslysum þar sem engin banaslys urðu meðal íslenskra sjómanna. Þennan árangur má að mínu mati fyrst og síðast þakka frábæru starfi Slysavarnaskóla sjómanna sem leitt hefur af sér hugarfarsbreytingu meðal sjómanna og útgerðarmanna um allt land. Markvisst starf skólans við að þjálfa sjómenn til að takast á við óvænt atvik um borð í skipum, oft við erfiðar aðstæður, hefur skilað sér í bættri öryggismenningu í sjávarútvegi sem leitt hefur til mikillar fækkunar á slysum frá því sem áður þekktist. Auðvitað hefur þarna fleira áhrif, s.s. fækkun skipa og betri og stærri skip sem og aðbúnaður sjómanna um borð í skipum. Mest um vert er að slysum fækkar.
Margfalt húrra fyrir Slysavarnaskóla sjómanna!!!