Getur það verið rétt haft eftir fjármálaráðherra að það standi ekki til að fylgjast sérstaklega með því hvort lækkun vörugjalda skili sér til neytenda? Var þessi lækkun ekki m.a. notuð til að réttlæta hækkun á matarskatti? Matur upp og ísskápar niður í verði? Brauðmolunum sáldrað til almennings, eins og þingmaðurinn sagði.
Stjórnvöldum virðist skítsama um hver lendingin verður, hver áhrif vörugjaldalækkunarinnar verður, hvort hún fer í eða úr vasa neytenda.
Við erum greinilega komin aftur á þann pólitíska stað þar sem markaðsöflunum er látið óhindrað eftir að díla við pöpulinn sem nýtur engrar verndar frá stjórnvöldum.
Það tók ekki langan tíma.