Í dómi héraðsdóms Reykjaness í svokölluðu Aserta máli segir m.a.:
„Má í þessu sambandi sérstaklega geta þess að samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum nr. 134/2008 um breytingu á lögum nr. 87/1992, var Seðlabanka Íslands heimilað að setja reglur sem takmörkuðu eða stöðvuðu tímabundið fjármagnshreyfingar sem fælust meðal annars í inn- og útflutningi innlends og erlends gjaldeyris og gjaldeyrisviðskipti sem þeim tengdust. Þegar bankinn neytti þessarar heimildar fórst fyrir að afla samþykkis ráðherra fyrir útgáfu reglnanna sem hafði það meðal annars í för með sér að ekki verður refsað fyrir brot á þeim.“
Með öðrum orðum: Seðlabankinn „gleymdi“ að fá samþykki ráðherra fyrir reglum um gjaldeyrisviðskipti og því verður ekki dæmt fyrir brot á þeim.
Vegna þessara dæmalausu axarskafta Seðlabankans gætu öll sambærileg mál verið í fullkomnu uppnámi eins og bent hefur verið á.
Dýr verður Davíð allur.