Þann 20. október sendi ég fjármála- og efnahagsráðherra fyrirspurn um stóru millifærsluna. Svarið sem barst 9. desember var út í hött og svaraði ekki því sem spurt var um. Lögum samkvæmt eiga ráðherrar að svara fyrirspurnum þingmanna án undantekninga. Ég mun ekki sætta mig við „ekki svar“ ráðherra við einfaldri fyrirspurn minni og hef því sent forseta Alþingis erindi og óskað liðsinnis hans við að reyna að kvelja ráðherrann til svara. Gangi það ekki innan skamms mun ég finna aðrir leiðir að sama markmiði.
Svarið mun koma, með góðu eða illu.