Ríkisstjórnin hefur ráðið Hrannar Pétursson til að lappa upp á upplýsingagjöf ríkisstjórnarinnar. Hlutverk Hrannars verður m.a. að „… efla upplýsingagjöf og skerpa á áherslum í samskiptum við almenning, fjölmiðla og hagsmunaaðila í atvinnulífinu“, eins og segir á vef forsætisráðuneytisins.
Hrannar var áður upplýsingafulltrúi Alcan og síðar framkvæmdastjóri hjá Vodafone m.a. þegar stóra lekamálið átti sér stað en hætti störfum þar í haust.
Ef ég hef náð að fylgjast rétt með þá er Hrannar Pétursson sjöundi í röð aðstoðarmanna og sérfræðinga sem ráðinn er til starfa í forsætisráðuneytinu án auglýsinga á undanförnum 18 mánuðum.