Forsætisráðherra kom sér undan því að lýsa yfir stuðningi við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Kastljósinu í gær. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi ekki lýsa yfir stuðningi við einn ráðherra í ríkisstjórn framsóknarflokksins í sama viðtali. Forsætisráðherrann neitaði því í viðtalinu að til standi að auka sérstaklega innheimtu á sjúkrahúsmerktum lyfjum þó það standi berum orðum í fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur lagt fram. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sjálfur (?) vildi svo ekki svara spurningum sem beint var til forsætisráðherra á þinginu í dag. Neitaði því að vera sá sem allir héldu að hann væri.
Hann sagðist vera einhver annar.
Ég held að það sé talsvert til í því.