Einfeldningarnir

Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna vilja einfalda allt skattkerfið. Þeir segja að nauðsynlegt sé að einfalda tekjuskattskerfið. Þeir vilja afnema þrepaskiptan skatt. Þeir vilja einfalda virðisaukaskattskerfið og hafa eina háa prósentu í stað þrepaskipts skatts. Þeir vilja afnema auðlegðarskatt og sleppa efnamesta fólki landsins við sérstakan skatt. Þeir vilja einfalda og jafnvel afnema öll vörugjöld. Þeir vilja einfalda og helst afnema auðlindagjöld.
Allt er þetta þó sambærilegt við það sem gerist í öðrum löndum og að mörgu leyti einfaldara en gengur og gerist annars staðar. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn skilja þetta bara ekki. Þetta er of flókið fyrir þá.
Landinu virðist stjórnað af einfeldningum.