Allt samkvæmt bókinni

Formenn stjórnarflokkanna sögðu í fyrra að staða ríkisfjármála væri verri en reiknað hafði verið með. Þeir gáfu meira að segja út sérstaka yfirlýsingu um það til að leggja áherslu á þetta mat þeirra á stöðunni.
Nú liggur það hins vegar fyrir að þeir kumpánar sögðu ósatt. Staðan á þessu síðasta fjárlagaári vinstristjórnarinnar var mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og góður grunnur til að byggja á að mati fjármálaráðherra.
Það liggur líka fyrir að staða ríkisfjármála á fyrri hluta þessa árs er verri en gert var ráð fyrir. Tekjur af reglulegum rekstri ríkisins eru lægri og útgjöld meiri en áætlað var samkvæmt fjárlögum.
Það á ekki að koma neinum á óvart.