Þessi frétt á sér nokkrar hliðar.
Dæmi:
Í fyrsta lagi bendir þetta til að efnameira fólk hafi efnast talsvert umfram aðra á síðasta ári og greiðir því skatta í samræmi við það.
Í öðru lagi vitnar þetta um að þær breytingar sem gerðar voru á skattkerfinu á síðasta kjörtímabili hafi heppnast vel. Þær miðuðu að því að sækja meiri skatttekjur til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Það hefur gengið eftir.
Í þriðja lagi þá sjáum við nú vel hverjir það eru sem ríkisstjórnin ætlar að lækka skatta hjá. Það er einmitt þessi hópur. Þeir tekjuhæstu og þeir eignamestu.
Eins og maðurinn sagði.