Ungur ósannindamaður

Þessi ungi þingmaður hefur af mörgum verið talinn einn efnilegasti slíkra innan raða sjálfstæðisflokksins. Hann vakti strax athygli á fyrstu dögum sínum á Alþingi með ræðu um rafbyssur og þótti þá strax sýna að hann væri til alls vís í nýja starfinu. Síðan fór reyndar lítið fyrir honum enda sjálfsagt í nógu að stússast, þar til fyrir nokkrum dögum er hann lýsti því yfir að hann hygðist taka upp og fylgja til enda gömlu baráttumáli sjálfstæðismanna um sölu á brennivíni í matvöruverslunum. Það mál hafði farið heldur leynt frá því í ársbyrjun 2009 þegar annar galvaskur þingmaður flutti slíkt mál, reyndar í fimmta sinn og á heldur óheppilegum tíma samt.
Hvað um það.
Það er mikil synd að Hönnu Birnu Kristjánsdóttur hafi tekist að þvæla þingmanninum unga í lyganet sitt og gera drenginn að ósannindamanni. Það er næsta víst að með þessu hefur henni tekist að leggja stein í áður greiðfæra götu hans til pólitísks frama innan sjálfstæðisflokksins.
Mikil er hennar ábyrgð.