Það hefur ekki farið mikið fyrir stór sigri Vinstri grænna og óháðra í Norðurþingi í kosningunum í vor. Þó er það líklega einn stærsti sigur nokkurs framboðs á landinu öllu. Vinstri græn og óháðir í Norðurþingi fengu rétt tæp 27% atkvæða í kosningum eða um 66% meira en í kosningunum 2010 og tvo menn í bæjarstjórn. Framboð Vinstri grænna og óháðra í sveitarfélaginu naut forystu Óla Halldórssonar, forstöðumanns Þekkingarsetur Þingeyinga sem nú verður formaður byggðaráðs í meirihlutasamstarfi við sjálfstæðisflokksins. Kristján Þór Magnússon, "gamall" Húsvíkingur, hefur verið ráðinn sveitarstjóri og um það virðist vera almenn ánægja á svæðinu.
Vinstri græn og óháðir í Norðurþingi fóru ekki mikinn í kosningabaráttunni í Norðurþingi. En framboðið þótti bæði vel mannað, með jarðbundna og skynsama málefnaskrá sem hefur greinilega fallið íbúum sveitarfélagsins vel í geð. Þau voru því vel að sigrinum komin og rétt að óska íbúum Norðurþingi til lukku með nýjan meirihluta og trausta forystu í sveitarfélaginu.