Hver man ekki eftir Huang Nubo, skáldinu og dýravininum sem vildi kaupa hluta af Íslandi undir golfvöll og hótel? Það hefur farið heldur lítið fyrir honum hér á landi að undanförnu enda hefur hann verið önnum kafinn við að efla menningar- og listalíf hjá frændum okkar í Noregi, rétt eins og hann var svo duglegur að gera á Íslandi. Svo hefur hann víst uppi áform um að byggja hótel og gera golfvöll á Svalbarða – ef hann fær að eignast hann.
Það er alltaf nóg að gera hjá mönnum eins og félaga Nubo.
Nuboarnir vilja líka allt fyrir alla gera ef allir gera allt fyrir þá.
Þeir eru framsóknarmenn heimsins.