Gunnar Bragi í ruglinu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum RÚV að ef finnst leið til að hlusta á kjósendur (!) þá verði það kannski gert en ríkisstjórnin muni samt ekkert gera með það.
Hverskonar rugl er nú þetta?
„En ég hef alltaf sagt að ef að það er hægt að finna leið til þess að hlusta á þá sem hafa skrifað undir listann eða þá sem hafa tjáð sig um þetta mál, um leið að ná einhvern vegin fram markmiðum stjórnvalda, þá er ég ekkert að útiloka einhverjar breytingar á málum.“
„Ég vil ítreka það að ég er opinn fyrir hugmyndum ef að það er hægt að ná einhverri lendingu sem að gerir það samt að verkum að ríkisstjórnin nær sínu að sjálfsögðu fram, um að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu.“