Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarflokks eftir að hún tók við völdum var að lækka veiðigjöld í sjávarútvegi um 4 milljarða króna. Nú leggur ríkisstjórnin til að gjöldin lækki enn frekar eða um 2,8 milljarða króna, þrátt fyrir metafkomu í greininni. Nái það fram að ganga hefur ríkisstjórninni tekist á innan við ári að lækka árlegar tekjur af veiðigjöldum um tæpa 7 milljarða. Viðbótarlækkuninni verður, eins og þeirri fyrri, mætt með auknum niðurskurði.
Í stuttu máli fjallar nýtt frumvarp um lækkun veiðigjalda um eftirfarandi:
Ríkisstjórnin hótar því að kalla þing saman í sumar ef Alþingi gerir ekki frumvarpið að lögum á næstu átta þingdögum. Svona frumvarp sem felur í sér enn frekari lækkun gjalda á útgerðir og auðmenn er hins vegar hvalreki á fjörur stjórnarandstöðunnar í aðdraganda kosninga.
Það er því lítil hótun í sumarþingi.