Það segir sitt um íslensk stjórnmál vorið 2014 að Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður framsóknarflokksins, og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, séu aðalnúmerin. Hvorugur þeirra er í hópi stærri stjórnmálamanna og saga þeirra verður aðeins skráð í fótnótu íslenskrar stjórnmálasögu. Endurkoma Guðna og Þorsteins er hvorki til merkis um pólitíska grósku né ný tækifæri fyrir kjósendur. Hins vegar undirstrikar það hnignun íslenskra stjórnmála að það eina nýja sem er að gerast í aðdraganda kosninga skuli öðru fremur snúast um tvo fyrrverandi formenn framsóknar- og sjálfstæðisflokks.
Það ættu allir flokkar og framboð að taka til sín.