Vel mannað Alþingi?

Vilhjálmur Árnason notaði sína fyrstu þingræðu sl. sumar til að ræða um taser byssur. Í gær hélt hann ræðu á Alþingi um að brennivín væri orðið svo dýrt og óaðgengilegt að unglingar gætu tæpast lengur drukkið sig fulla. Fyrir stuttu lögðu þingmenn stjórnarliðsins fram tillögu um að blása ungu fólki von í brjóst með því að setja á fót ríkisrekna áburðarverksmiðju. Þingmaður framsóknarflokksins gekkst síðan við því í vikunni að hafa að beiðni einkaaðila flutt þingmál um opnun spilavíta á Íslandi. Ekki er langt síðan þingmaður framsóknarflokksins skammaðist út í starfsfólk Alþingis fyrir að rýra virðingu þingsins, m.a. með því að ávarpa þingmenn.
Hér eru aðeins nefnd örfá mál sem vekja mann til umhugsunar um hvort Alþingi sé nægilega vel mannað þetta tímabilið.