Skuldlaust klúður

Tveir ráðherrar bera öðrum fremur ábyrgð á því klúðri sem makríldeilan er nú komin í. Um það skrifaði ég stuttan pistil sl. sumar.  
Ölvaðir í sigurvímu kosninganna sigldu þeir félagar til útlanda til að gera erlendum stjórnmálamönnum grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig hún hygðist haga samskiptum sínum við önnur ríki. Það fór ekki vel. Reyndar hefur mér vitanlega ekki enn verið upplýst um hvað gerðist í raun og veru á þessu örlagaríka ferðalagi ráðherranna. Hvað sem það var þá leiddi það til þess að algjör viðsnúningur varð í samskiptum Íslands við ríki Evrópu og hafði margvíslegar afleiðingar í för með sér og allar slæmar fyrir Ísland og íslenska hagsmuni.
Það er ekki með neinu móti hægt að kenna ríkjum Evrópusambandsins, Færeyingum eða Norðmönnum um þá stöðu sem Ísland er í gagnvart þessum þjóðum.
Það klúður eiga ráðherrar framsóknarflokksins allt skuldlaust.