Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, var ekki barnanna bestur í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Þó vildu menn trúa því að hann meinti það sem hann sagði við setningu þingsins í fyrra um mikilvægi þess að efla traust og virðingu á Alþingi.
Ef Einar Kristinn væri góður þingforseti myndi hann senda þingið heim í dag og boða til næsta fundar eftir helgi. Í millitíðinni myndi hann ræða við formenn stjórnmála- og þingflokka um hvort ná mætti samkomulagi um störf þingsins, ekki síst um þingsályktunartillögu um afturköllun aðildar að ESB. Það er nákvæmlega ekkert sem rekur svo á eftir því máli svo það þurfi að klára á næstu dögum. Það eru engar lokadagsetningar, ekkert dead-line, einungis eitilhörð pólitísk markmið annars stjórnarflokksins.
Ef Einar Kristinn tekur pólitísk markmið framsóknarflokksins framar virðingu þingsins og lætur sig almannahagsmuni engu varða þá gerir hann ekkert og lætur sjóvið halda áfram.
Ef Einar Kristinn tekur hlutverk sitt sem forseta þingsins alvarlega þá grípur hann í taumana og stöðvar þessa vitleysu áður en af verður meiri skaði.
Ef Einar Kristinn væri góður þingforseti þá ætti hann að gera eitthvað þingsins vegna.