Árið sem Bjarni hvatti til mótmæla

Það rifjaðist upp fyrir mér í dag bréfkorn sem formaður sjálfstæðisflokksins sendi flokksmönnum sínum haustið 2011. Niðurlag þess var svona:
Boðað hefur verið til mótmæla við þingsetninguna á laugardaginn.  Lögreglumenn hafa gefist upp á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og óljóst er hvernig löggæslu við þingsetninguna verður háttað. Ég hvet fólk til samstöðu með lögreglunni með því að sýna störfum þeirra virðingu. Það er sjálfsagt að halda stefnumálum sínum á lofti við þingsetninguna, en ég bið alla þá sem það ætla að gera að ganga friðsamlega til verks.
Krafa Sjálfstæðisflokksins er skýr. Það þarf nýja stjórnarstefnu, ryðja þarf nýjar brautir og boða á tafarlaust til kosninga. 
 
Þeir hafa kannski munað eftir bréfinu, sjálfstæðismennirnir sem mættu á Austurvöll í dag.