Í tilefni dagsins

Í bók sinni, Ríkið og rökvísi stjórnmála, segir Páll Skúlason heimspekingur m.a. þetta um lýðræðið (bls. 157):
„Meginskilyrði fyrir skynsamlegum stjórnmálum er að menn hafi skilning á eiginlegu hlutverki ríkisins. Þess vegna er tómt mál að tala um lýðræðisleg stjórnmál þar sem skynsemisviðhorfinu hefur verið ýtt til hliðar. Í ýmsum löndum þar sem einstaklingsviðhorfið hefur orðið allsráðandi hafa menn lagt „lýðræði“ að jöfnu við þingbundið meirihlutaræði tiltekinna flokka sem hafa einokað stjórnmálin og komið í veg fyrir lýðræðislega umræðu í samfélaginu um sameiginleg hagsmunamál (þessir flokkar eru iðulega kostaðir og reknir af ríkjandi peningaöflum sem ráða oft helstu fjölmiðlum).“
Hann bætir síðan við:
„Stjórnmálabarátta síðari tíma virðist stundum ekki felast í öðru en lýðskrumi og samkeppni flokksleiðtoga um að sannfæra kjósendur með áróðri og auglýsunum um að þeir eða flokkar þeirra muni fullnægja hvötum þeirra og þörfum betur en aðrir.“

Sei nó mor ...