Það fæddis lítil andvana mús ...

Niðurstaða starfshóps forsætisráðherra um afnám verðtryggingar á nýjum neytendamálum er í stuttu máli þessi:

  1. Ekki á að afnema verðtryggingu á nýjum neytendalánum
  2. Lánstími verðtryggðra lána fer eftir eðli lánanna
  3. Ekki má verðtryggja jafngreiðslulán lengur en til 25 ára
  4. Önnur verðtryggð lán má lána til lengri tíma
  5. Ekki má verðtryggja lán sem veitt eru til skemmri tíma en 10 ára
  6. Skerða á aðgengi almennings að lánsfé
  7. Takmarka á veðrými á húseignum fólks
  8. Ekki á að banna eða takmarka verðtryggingu á innlánum

Auk þess hefur komið fram að tillögurnar, nái þær fram að ganga, muni leiða til verðfalls á íbúðarhúsnæði, auka greiðslubyrði skuldara, draga úr hagvexti og gera tekjulágu fólki ómögulegt að kaupa húsnæði.
Formaður starfshópsins segir tillögur hópsins vera stærsta skref sem tekið hefur verið við afnám verðtryggingar, risavaxið skref, risavaxna og stóra aðgerð.
Þegar betur er skoðað gera þessar tillögur þó ekki neitt fyrir nokkurn mann en eru þvert á móti líklegar til að verða skaðlegar almenningi.