Gott mál hjá Bjarna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað breytingar á virðisaukaskattskerfinu (VSK). Þrjú þrep eru nú í VSK hér á landi, 0%, 7% og 25,5% skattur eftir eðli mála. Bjarni var reyndar á móti breytingum á VSK á ferðaþjónustu úr miðju þrepinu og nær því sem gerist í öðrum atvinnugreinum. En látum það liggja á milli hluta. Ég held að það hafi bara verið upp á sportið hjá honum.
Ég er sammála þessum áherslum hjá fjármálaráðherra. Það þarf að fækka undanþágum í VSK, það þarf að fækka í 0% þrepinu og það þarf að minnka muninn á milli lægsta og hæsta þreps. Það þýðir þó ekki að fallið verði frá þrepaskiptu skattkerfi enda er það alþekkt í flestum löndum. Samhliða breytingum á VSK kerfinu þarf einnig að gera breytingar á almenna skattkerfinu til að draga úr neikvæðum afleiðingum hækkunnar á virðisaukaskatti á tekjulágt fólk og barna fjölskyldur. Þar greinir stjórnarflokkanna hins vegar á en forsætisráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki eigi að nýta skattkerfið í slíkum tilgangi.
Þetta er sem sagt hið besta mál hjá Bjarna ef rétt verður að því staðið.