Enginn er góður í öllu.
Það er t.d. ekkert víst að góður netamaður verði góður skipstjóri og öfugt. Góður skólastjóri er ekkert endilega góður kennari. Gjaldkeri þarf ekki að vera efni í góðan bankastjóra. Það er ekki ávísun á góðan útvarpsstjóra að hafa verið vinsæll þáttagerðarmaður. Milljarðamæringur er ekkert endilega betri ráðherra en sá sem hefur þurft að basla fyrir brauðinu.
Sitt er hvort gæfa eða gjörvileikur.
Getur verið að óþarflega margir séu að fást við eitthvað sem þeir eru ekkert endilega góðir í og aðrir myndu gera betur?
Allir eru jú góðir í einhverju.