Karíus og Baktus íslenskrar náttúru

Frá því framsóknarflokkurinn tók yfir umhverfisráðuneytið hefur Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra aldrei tekið málstað íslenskrar náttúru. Þvert á móti hefur hann frá fyrsta degi tekið afstöðu gegn náttúrunni og gengið erinda sérhagsmuna þvert á almannahagsmuni.
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra er með aðsetur í sama húsi og umhverfisráðherrann. Hún vill að Landsvirkjun selji raforku á hvaða verði sem er svo draumur hennar um álver í Helguvík verði að veruleika. Henni er sama hvernig orkunnar verður aflað og hverju þarf að fórna til.
Rétt eins og Sigurður Ingi.
Þau eru Karíus og Baktus íslenskrar náttúru.