Það fylgir því ákveðin öryggistilfinning að vita að íslensk fyrirtæki eru reiðubúin að reiða fram háar upphæðir til að vernda okkur frá útlendum mat eins og Mjólkursamsalan hefur gert undir forystu Guðna okkar Ágústssonar framkvæmdastjóra afurðarstöðva í mjólkuriðnaði. Það skiptir ekki öllu máli að það erum við sjálf sem greiðum verndargjaldið í gegnum álagningu á vörum og með framlagi til Guðna og félaga á fjárlögum.
Aðalatriðið er að það er til fólk sem vakir yfir okkur og ver okkur fyrir því sem vont er.
Hvað sem það kostar.
Það hlýtur að vera almenn sátt um það.
Leiðrétting: Skilja mátti á færslunni hér að framan að Guðni Ágústsson stjórnaði Mjólkursamsölunni. Það gerir hann auðvitað ekki heldur er hann framkvæmdastjóri afurðastöðva í mjólkuriðnaði.