Hávær púðurskot

Loksins, loksins“, hrópaði Styrmir Gunnarsson þegar hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði fram tillögur sínar í haust. Hann vildi þá meina að tillögurnar mörkuðu þáttaskil í störfum ríkisstjórnarinnar sem nú myndi aftur ná vopnum sínum eftir hræðilega byrjun. „Gjörbreytt vígstaða“, hrópaði Björn Ingi Hrafnsson í grein á bloggsíðu framsóknarflokksins eftir að kjarasamningar voru undirritaðir og vildi þakka ríkisstjórninni meint ágæti þeirra. „Upprisa millistéttarinnar“, hrópaði SDG forsætisráðherra um aðgerðir stjórnvalda um skuldamál heimilanna, eins og það var kallað. „Tímamótafjárlög“, hrópar Bjarni Benediktsson um fyrstu fjárlögin sín sem hann vill meina að boði bjarta framtíð, líka fyrir alla þá sem misstu vinnuna vegna þeirra.
Ríkisstjórnin hefur skotið úr öllum stóru byssunum sínum. Það reyndust allt vera hávær púðurskot.
Sýningunni er lokið.
Eins og ný skoðanakönnum um fylgi flokkanna staðfestir.