Það er skömm að þeim

Dag eftir dag er reynt að þvinga forystumenn hægriflokkanna til að samþykkja að greiða atvinnulausu fólki desemberuppbót. En þeir neita og fella allar tillögur þess efnis. Fyrir þá sem ekki vita var desemberuppbótinni komið á af síðustu ríkisstjórn. En nú er komin ný ríkisstjórn með aðrar áherslur. Aðalmálið er að afturkalla allar ákvarðanir fyrri stjórnar. Skiptir engu hverjar þær eru. Þess vegna vilja silfurskeiðungarnir ekki púkka upp á þá sem erfiðast eiga. Þeir hafa aðra hópa samfélagsins í sigtinu þegar að því kemur að létta fólki lífið.
Að hugsa sér að harðasti pólitíski slagur dagsins snúist um svo sjálfsagt mál!
Að hugsa sér að meirihluti sé fyrir því á Alþingi að svipta atvinnulausa desemberuppbót!
Það er skömm að þessu fólki.