Kosningaloforð framsóknarflokksins var heimsmet í loforðum. Loforðið var að verðtryggðar skuldir íslenskra heimila yrðu færðar niður um 2-300 mia.kr. – ókeypis. Þegar upp var staðið fór það svo að gerð er tillaga um að lánin verði færð niður um 80 mia.kr. og við borgum það sjálf. Til að kóróna svo ömurðina fer stærsti hluti upphæðarinnar til þeirra sem minnst þurfa á því að halda og minnst til þeirra sem á þurfa að halda.
Niðurstaðan verður því sú að í stað þess að leggja fram lausn á vanda er búið að leggja grunn að stærri vanda en við höfum áður horfst í augu við.
Heimsmetið hefur snúist upp í innanhéraðsmet í lýðskrumi hjá framsóknarflokknum.
Kostnaðurinn mun svo lenda á okkur öllum eins og síðast.
Það verður svo væntanlega einnig skrifuð um það ítarleg skýrsla – eins og síðast.