Ekki frétt dagsins

Í fréttum RÚV um boðaða skuldaleiðréttingu segir að ríkisstjórnin hafi í morgun „ … samþykkt að halda áfram vinnu við undirbúning að framkvæmd tillagnanna og smíða lagafrumvarp á grundvelli þeirra.“
Ríkisstjórnin hefur sem sagt ákveðið að hætta ekki við og halda áfram undirbúningi. Sem þýðir þá væntanlega að enn hefur engin ákvörðun verið tekin?
Einnig segir í fréttinni „… að útfærslan feli í sér viðamestu efnahagsaðgerð ríkisstjórnarinnar til þessa.“
Það er vel skiljanlegt enda hefur ríkisstjórnin ekki gripið til neinna aðgerða til þessa.
Formaður sjálfstæðisflokksins segir í viðtali við RÚV að honum lítist vel á tillögurnar en „ … nákvæm áhrif aðgerðanna eru háð fullri þátttöku allra …“
Hverjir eru þessir allir sem þurfa að taka þátt að fullu og liggur enn ekkert fyrir um þátttöku þeirra?
Þetta var "ekki frétt" dagsins - só far.