Einn forystumanna framsóknarflokksins lýsti því yfir á RÁS 1 rétt í þessu að samkomulag væri á milli stjórnarflokkanna að hverfa frá skuldaniðurfærsluloforði framsóknarflokksins. Þess í stað yrði farin óskilgreind leið sem báðir flokkar ættu að geta sætt sig við.
Þetta er frétt. Í fyrsta lagi að staðfest sé að hætt hafi verið við að efna loforðið stóra og í öðru lagi að markmiðið hefði alltaf verið að sætta stjórnarflokkana en ekki kjósendur.