Í tilefni fréttar um ráðningu þingmanns í starf í stjórnarráðinu rifjaðist upp fyrir mér umræða um mál af þeim toga á síðasta kjörtímabili. Þá gagnrýndi Höskuldur Þórhallsson, þingmaður framsóknarflokksins, það harðlega að þingmenn stjórnarliðsins væru að vinna að ríkisfjármálum og undirbúningi fjárlaga. Helsta gagnrýni Höskuldar beindist þá að því :„... að þessi ríkisfjármálanefnd hafi yfirleitt verið til vegna þess að þeir sem bera mesta ábyrgð á því að fjárlagafrumvarpið fái faglega umfjöllun í þinginu eru formaður og varaformaður nefndarinnar. Það gengur ekki að þessir aðilar séu látnir endurskoða eigin störf og tillögur,“ sagði þingmaðurinn.
Nú er þetta allt gleymt og grafið og skilin milli löggjafarvaldsins og framkvæmdavaldsins óljósari en áður hefur verið.
Höskuldur hélt því svo ranglega fram að formaður og varaformaður fjárlaganefndar á síðasta kjörtímabili hefðu fengið greiðslur fyrir störf sín við ríkisfjármálin. Það var ekki rétt, heldur voru það þingmenn fyrri stjórna sem fengu þær greiðslur og þá helst framsóknarmenn eins og fram hefur komið.
En það er önnur saga.