Í umræðu um veiðigjöld á Alþingi sl. sumar sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata, eftirfarandi: „Ég hef oft lent í því þegar ég er að ræða málefni er varða netið og allt það sem að þar fer fram, að eina leiðin – fyrst þegar ég var að tala um þetta og var að byrja að vinna á netinu hérna í gamla daga 1995, fyrst íslenskra kvenna …“
Í dag sagði annar þingmaður Pírata í sjónvarpsþætti eftirfarandi: „Við sem erum í tölvubransanum og netbransanum við vitum þetta, við skiljum þetta, vegna þess að við vinnum við þetta, við bjuggum til internetið, við vitum hvernig það virkar …“
Heimsmynd þingmanna Pírata er verulega brengluð.
Svo vægt sé til orða tekið.