Ég sá á vef Alþingis að þrír þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum. Í greinargerð frumvarpsins segir m.a.: „Markmið frumvarpsins er ekki aðeins að tryggja betri meðferð opinbers fjár og draga úr sóun heldur ekki síður að vinna gegn hvers konar spillingu sem fær aðeins þrifist þegar upplýsingum er haldið leyndum eða aðgangur almennings að upplýsingum er torveldaður.“
Ég skellti upp úr við lesturinn. Í ljósi sögunnar, ekki síst sögu sjálfstæðisflokksins, er þetta líka alveg drepfyndið.
Svo gerði ég mér grein fyrir alvöru málsins þegar ég sá hverjir flutningsmenn frumvarpsins eru. Guðlaugur Þór Guðlaugsson, Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson.
Þeir hefðu átt að horfa inn á við áður en þeir lögðu fram frumvarpið.
Það hefði kannski aukið á trúverðugleika þeirra.
Ef það er þá hægt.