Jafn mikil leynd og oftast nær hvílir yfir pólitískum störfum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þá er hann ófeiminn að opinbera pólitísk markmið sín og Flokksins. Og skammast sín ekkert fyrir það. Í fréttum RÚV í gær lýsti hann því yfir að stefnt væri að því að leggja Íbúðalánasjóð niður og sameina hann Landsbankanum. Eins og allir vita stefnir Flokkurinn svo að því að selja Landsbankann – aftur þrátt fyrir reynsluna. Í stuttu máli er þá stefnt að því að einkavæða Íbúðalánasjóð í gegnum einkavæðingu Landsbankans. Þetta á svo sem ekki að koma neinum á óvart enda hefur Íbúðalánasjóður alla tíð verið þyrnir í augum sjálfstæðisflokksins. Það er hins vegar athyglisvert að nú mótmæla framsóknarmenn ekki heldur þegja. Framsóknarflokkurinn sem stærði sig áður af því að hafa náð að verja Íbúðalánasjóð í fyrra samstarfi þessara tveggja hægriflokka.
Nú eru aðrir tímar og nýtt fólk með aðrar áherslur.
Annar framsóknarflokkur.