Við borgum ...

Alþingi ákvað að setja 33 milljarða króna í Íbúðalánasjóð haustið 2010. Það hefur alltaf legið fyrir að þeir peningar verða ekki endurheimtir, frekar en annað sem í sjóðinn hefur farið frá Hruni. Það er rétt mat hjá forstjóra FME að Íbúðalánasjóður mun ekki geta unnið upp tapið sem á honum varð. Það er sömuleiðis ekki fjarri lagi hjá forstjóranum að ríkissjóður verði að leggja Íbúðalánasjóði til um 100 milljarða króna til að bjarga því sem bjargað verður. Hundrað milljarðar eru um fimmtungur af árlegum skatttekjum ríkisins. Við erum ríkið.
Það mun því enda þannig að við borgum tapið á Íbúðalánasjóði eins og allt annað sem Hrunið kostaði okkur. Það mun engu breyta hvað þessi, þessi, þessi og allir hinir reyna að telja okkur trú um.
Það eru engir aðrir til þess að borga en við.
Ríkið.
Þjóðin.