Í stuttu máli snýst kenningin um brauðmolahagkerfið um að mylsnurnar sem hugsanlega hrökkva af borðum þeirra allra ríkustu nægi til að búa til sanngjarnt og réttlátt velferðarsamfélag þar sem allir una glaðir við sitt. Eyðsla og umsvif hinna ríku verði samfélaginu öllu til góðs frekar en eðlileg skattlagning. Þetta er sú hagfræðikenning sem hægrimenn hafa lengst af fylgt, hér á landi undir forystu sjálfstæðisflokksins. Hún varð til þess að fyrir nokkrum árum var ójöfnuður á Íslandi meiri en nokkru sinni áður og meiri en þekkist í samanburðarlöndum okkar. Skattar á tekjuháa, fjármagnstekjur og fyrirtæki voru á þeim tíma hvergi lægri en á Íslandi. Í kjölfar reynslunnar og afleiðinganna héldu margir að kenningin um brauðmolahagkerfið hefði lent á ruslahaug sögunnar haustið 2008.
En þá gleymdu menn framsóknarflokknum sem nú hefur tekið þessa grjóthörðu hægrikreddu upp á sína arma og telur brauðmolahagfræðina virka vel – sérstaklega í litlum sjávarþorpum.
Jafnvel forhertir hægrimenn hafa aldrei þorað að láta þetta út úr sér.