Framsóknarmenn í NV-kjördæmi snúast gegn ríkisstjórninni

Í ályktun kjördæmisþings framsóknarmanna í NV-kjördæmi er lagst gegn öllum helstu áformum ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Kjördæmisráðið ályktar m.a. gegn eftirfarandi:

  • Einkavæðingu vegaframkvæmda
  • Niðurskurði í framhalds- og háskólum
  • Niðurskurði á greiðslum til jöfnunar á húshitun
  • Lækkun skatta
  • Niðurskurði á framlögum til nýsköpunar og skapandi greina
  • Að aftur verði snúið til gömlu atvinnustefnunnar
  • Að virkjað verði á kostnað náttúrunnar

Það hefði líklega verið hreinlegra og sársaukaminna fyrir framsóknarmenn í NV-kjördæmi að segja skilið við framsóknarflokkinn en tæta stefnu hans svona niður.