Það var athyglisverð frétt í Sjónvarpinu í kvöld um Hrunið. Þar kom m.a. fram að í kjölfar Hrunsins hafi Alþingi bætt vinnulag sitt að mörgu leyti. Eftirlitshlutverk þingsins hefur verið stóreflt, mikilvæg lög og reglur voru settar, m.a. um eftirlit með fjármálastarfsemi, hagmunsatengsl þingmanna og almennt gagnsæi í vinnubrögðum þingsins svo fátt eitt sé nefnt. Það kom einnig fram að gerð hafi verið tilraun til að breyta stjórnarskrá lýðveldisins sem væri afar mikilvægur þáttur í eftirvinnslu Hrunsins, ekki síst til að auðvelda alþjóðlega samvinnu með fjármálastofnunum og mörkuðum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að sagan frá árunum 2002-2008 endurtaki sig hér á landi.
Það athyglisverða við þetta allt er að núverandi stjórnarflokkar lögðust ýmist gegn öllum þessum breytingum eða neituðu að taka þátt í þeim. Best tókst þeim upp við að stöðva breytingar á stjórnarskránni þar sem þeir unnu fullnaðarsigur. Í dag er það talið standa í vegi fyrir frekari framförum jafnt hér heima sem á alþjóðavettvangi.
Þess í stað stóðu þeir öskrandi af bræði í ræðustól Alþingis og heimtuðu lyklana að stjórnarráðinu aftur.
Sem skiptir þá meira máli en allt annað.