Ólíkt viðskiptavinum ferðaþjónustunnar sem nú er sleppt við eðlilega og sanngjarna skattheimtu, gista sjúklingar ekki á sjúkrahúsum af fúsum og frjálsum vilja. Það gera þeir sökum veikinda sinna og vegna þess að þeir þurfa að vera undir læknishendi. Þetta eru því kjöraðstæður til skattlagningar að mati silfurskeiðunganna. Það verður aðeins undan honum komist með lækningu eða dauða.
Ríkisstjórn hægrimanna leggur því til að tekin verði upp sérstakur gistináttaskattur á sjúklinga.