Í inngangi sínum segir þáttastjórnandinn (efnislega) að hann hafi fylgst með gangi mála á Íslandi frá Hruninu og verið hér á landi þegar sem mest gekk á árið 2008. Hann spyr síðan SDG forsætisráðherra Íslands hvort ekki megi líta svo á að Ísland sé dæmi um það versta sem hefur gerst í efnahagsmálum annars vegar og hins vegar það besta þegar kemur að uppbyggingu eftir slíkt Hrun. Og SDG svara: „Yes, I think we could say that.“
Öðruvísi mér áður brá.
SDG er að verða lifandi eftirmynd Bessastaðabóndans. Segir eitt í útlöndum en annað heima hjá sér.
Er nema von að skellt sé upp úr beggja vegna Atlantshafsins.