Vilja að framsókanarmenn biðjist afsökunar!

Ungir sjálfstæðismenn eru ekki alveg með hlutina á hreinu. Það er ekki nóg með að þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Eygló Harðardóttir (og fleiri framsóknarmenn) hafi greitt atkvæði með því að ákæra fyrrverandi formann sjálfstæðisflokksins, heldur lögðu þau það beinlínis til. Afstöðu sína byggðu þau á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið og skýrslu þingmannanefndar sem þau sjálf sátu í og gerði ýmsar ágætar tillögur til þingsins, þ.m.t. að ákæra fyrrverandi formann sjálfstæðisflokksins.
Afsökunarbeiðni þeirra yrði því að verða nokkuð umfangsmikil ef út í það er farið.