Utanríkisráðherra hefur lagt fram lögfræðiálit um að honum sé frjálst að hundsa ákvarðanir Alþingis ef honum sýnist svo. Lögfræðiálitið er því einhvers konar leiðarvísir fyrir ráðherrann svo að hann geti sniðgengið þingið með mál sem eru honum ekki að skapi.
Þegar ríkisstjórn ónýtir ákvarðanir Alþingis sem kosið var með lögmætum hætti í lýðræðislegum kosningum – er það þá ekki næsti bær við valdarán? Jafnvel þótt það sé gert með lögfræðiáliti?
Hvernig ætli sjálfstæðismönnum líði?