Kristján Þór og heilbrigðiskerfið

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og einn varaformanna sjálfstæðisflokksins segist hugsi yfir stöðu heilbrigðiskerfisins. Hann segir að full ástæða sé til að taka mark á aðvörunarorðum starfsfólks í heilbrigðisgeiranum og hvað það hefur fram að færa og telur sjálfur vera mikla samstöðu með almennings um að heilbrigðiskerfið eigi að njóta forgangs við ráðstöfun á opinberum fjármunum.
Það er þó ekkert sem bendir til þess að Kristján Þór ætli að taka mark á aðvörunarorðum eða setja heilbrigðismál í forgang við ráðstöfun fjármuna úr ríkissjóði. Hann vill hætta við byggingu nýs þjóðarspítala sem er forsenda þess að bæta aðstöðu sjúklinga og starfsfólks ásamt því að hægt sé að endurnýja tækjabúnað. Síðast þegar sjálfstæðisflokkurinn fór með heilbrigðisráðuneytið settu þeir Landspítalann í þrot og hættu að endurnýja tækin á spítalanum. Forystumenn stjórnarflokkanna segjast ætla að fækka opinberum starfsmönnum jafnt og þétt næstu árin þar sem starfsfólk í heilbrigðisgeiranum er fjölmennast enda er Dauðasveitinni ætlað að gera tillögur um niðurskurð næstu fjögur árin í þeim málum. 
Kristján Þór Júlíusson er tryggur Flokksmaður og mun í engu ganga gegn hugmyndafræði Flokksins í heilbrigðismálum frekar en öðru. 
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei, aldrei, sett heilbrigðismál í forgang og mun ekki gera það núna.
Það mun ekki breytast.